Inspired by Iceland vel heppnað samstarf

Inspired by Iceland vel heppnað samstarf
Inspired mynd2

Alls fóru 700 milljónir í markaðsátakið Inspired by Iceland síðastliðið sumar. Það átti stóran þátt í að afstýra yfirvofandi 34 milljarða samdrætti í íslenskri ferðaþjónustu í kjölfar eldgoss í Eyjafjallajökli, að því er segir í nýrri skýrslu starfshóps verkefnisins.

Blásið var til markaðsátaksins Inspired by Iceland að frumkvæði samráðshóps stjórnvalda og ferðaþjónustuaðila til að bregðast við fyrirsjáanlegum samdrætti í kjölfar eldgoss í Eyjafjallajökli í apríl 2010. Tilgangur átaksins var að nýta þá athygli sem eldgosið vakti og fylgja henni eftir til að koma þeim skilaboðum til ferðamanna að Ísland væri opið og aðgengilegt þrátt fyrir eldgosið og umfjöllun erlendra fjölmiðla og að nú væri einmitt rétti tíminn til þess að sækja það heim.

Nánar upplýsingar og skýrsluna í heild má nálgast á vef Íslandsstofu


Athugasemdir