Fara í efni

Icelandair valið markaðsfyrirtæki ársins 2006

Icelandair lógó
Icelandair lógó

Tilkynnt var við hátíðlega athöfn í dag að Icelandair hefði verið valið markaðsfyrirtæki ársins 2006 en frá þessu greinir á vef ÍMARK.

Forseti Íslands, hr. Ólafur Ragnar Grímsson, afhenti verðlaunin við hátíðlega athöfn í Apótekinu í dag en þetta er í 16. sinn sem verðlaunin eru veitt.

Í ræðu sinni sagði Jóhannes Ingi Davíðsson, framkvæmdastjóri ÍMARK Icelandair hafa verið í mikilli þróun á undanförnum árum, bæði hvað varðar dreifingu og söluleiðir og einnig varðandi aukningu í samkeppni á öllum mörkuðum.  Félagið hafi því verið í stöðugri endurnýjun við að finna leiðir og tækifæri til að skera sig úr frá mörgum samkeppnisaðilum á stórum og flóknum mörkuðum.