Fara í efni

Icelandair með sterkasta viðspyrnu norrænna félaga í farþegafjölda

Mynd: Icelandair
Mynd: Icelandair

Flugfélög hafa verið að birta flutningatölur sínar í júlí á síðustu dögum. Bæði Icelandair og Play birtu á mánudaginn. Talnanna hefur verið beðið með umtalsverðri eftirvæntingu enda meiri óvissa um þær en í venjulegu árferði og flestir eru mjög áhugasamir um allar upplýsingar sem geta sagt til um hvernig endurreisn ferðaþjónustunnar gangi, bæði hér heima og erlendis. Þá skiptir líka máli að með júlítölunum eru komnar fram grunntölur fyrir tvo af þremur toppmánuðum í ferðaþjónustu ár hvert, þannig að með þeim minnkar óvissan og ferðaárið tekur á sig skýrari mynd.

Í meðfylgjandi umfjöllun Ferðamálastofu um nýjustu flutningatölur í fluginu er unninn samanburður við bæði sögulegar tölur fyrir faraldurinn og önnur norræn flugfélög.

Í ljós kemur að Icelandair hefur náð bestu viðspyrnu þessara norrænu flugfélaga, í fjölda farþega talið. Farþegar með félaginu til landsins („to“ farþegar) í júlí síðastliðnum námu 92% af fjölda slíkra farþega í júlí árið 2019. Og þar sem sætaframboð félagsins var heldur minna í júlí í ár en á sama tíma 2019 er sætanýting þess 8% betri nú en þá. Lá hún í 90%. Sætanýting Play lá nálægt eða í 88%.

Umfjöllun um þetta og fleira áhugavert um þennan grunnrekstur ferðaþjónustu á Íslandi má sjá í meðfylgjandi greiningu.

Opna greiningu sem PDF