Fara í efni

Icelandair með frumkvöðlasamkeppni

FlugvelIcelandAir
FlugvelIcelandAir

Icelandair hefur hleypt af stokkunum samkeppni frumkvöðla í ferðaþjónustu á Íslandi um nýja vöru eða viðburð sem höfðað getur til erlendra ferðamanna. Jón Karl Ólafsson, forstjóri Icelandair, segir félagið með þessu vera að hvetja alla þá sem búa yfir hugmyndaauðgi og framkvæmdagleði til dáða, að því er segir í fréttatilkynningu.

Besta hugmyndin hlýtur nafnbótina Frumkvöðlaverðlaun Icelandair og verður sem slík tekin undir "væng" Icelandair og markaðssett erlendis á vefsíðum félagsins. Verðlaunin eru 500.000 krónur og 10 farseðlar á leiðum Icelandair til að kynna vöruna/viðburðinn erlendis. Miðað er við að hægt verði að markaðssetja viðkomandi verðlaunatillögu frá og með næsta hausti og ber að skila inn tillögum fyrir 1. mars á frumkvodull@icelandair.is.