Iceland Travel Tech - Beint streymi

Ráðstefnan „Iceland Travel Tech“ fer fram í annað sinn í dag 8. maí, en hún er samstarfsverkefni Ferðamálastofu og Íslenska ferðaklasans. 

Markmið ráðstefnunnar er að miðla upplýsingum um stafrænar lausnir til ferðaþjónustuaðila og efla upplýsinga- og þekkingarmiðlun milli ferðaþjónustu og tæknifyrirtækja.

Dagskránni er allri streymt beint og má nálgast það hér að neðan.

Öflugir fyrirlesarar
Tveir aðalfyrirlesarar ráðstefnunnar verða Paul Papadimitriou stofnandi Intelligencr, London og Signe Jungersted framkvæmdastjóri Group NAO í Danmörku. Innlendir fyrirlesarar eru heldur ekki af lakara tagi eins og dagskráin ber með sér:

Markaðsmál til sóknar – Spilum til að vinna:
Ósk Heiða Sveinsdóttir forstöðumaður markaðsdeildar Póstsins

Spjallmenni (e.Chatbots) – Leynast tækifæri
Sigurður Svansson einn af stofnendum stafrænu auglýsingastofunnar SAHARA

Verðlagning á nýjum tímum
Margrét Polly Hansen eigandi og ráðgjafi hjá Hótelráðgjöf .

Nú ef ég ætti hótel í dag – Innleiðum réttu lausnirnar 
Steinar Atli vörustjóri á ferðalausnasviði Origo

Er hægt að flýta nýsköpun í ferðaþjónustu?
Bárður Örn Gunnarsson hjá Svartitindi og LAVA Centre, ráðgjafi í nýsköpun og markaðsmálum

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ferðamálaráðherra opnar ráðstefnuna og dagskráin endar á umræðupallborði.


Athugasemdir