Fara í efni

"Iceland Inspires" í Hljómskálagarðinum í kvöld!

Inspired Logo
Inspired Logo

Tónleikarnir ,,Iceland inspires?, sem halda á í dag, fimmtudaginn 1. júlí, að Hamragörðum undir Eyjafjöllum, hafa eftir samráð við veðurfræðinga verið færðir til Reykjavíkur. Óvenju kröpp lægð á þessum árstíma nálgast nú suðurströnd landsins og er spáð þvílíkri veðurhæð á köflum að ekki er talið fært að ráðast í tónleikahald á þessum slóðum vegna veðurs. Tónleikarnir verða haldnir í Hljómskálagarðinum í Reykjavík  og hefjast kl. 20:00 í kvöld.

,,Iceland Inspires? tónleikarnir eru þriggja tíma tónlistarveisla sem verður einnig í beinni útsendingu á vefsíðu átaksins www.inspiredbyiceland.com.  ,,Inspired by Iceland? átakið hefur vakið eftirtekt víða um heim og vefsíðan nýtur mikilla vinsælda, sem ætlunin er að nýta til enn meiri útbreiðslu.

Á tónleikunum koma m.a. fram Spiritualized Acoustic Mainlines með íslenskri strengjasveit og kór, Damien Rice, Glen Hansard, Seabear, Amiina, Dikta, Steindór Andersen, Lay Low, Hilmar Örn Hilmarsson, Mammút, Pondus, Hafdís Huld, Páll á Húsafelli og Parabólur ásamt fleirum. 

Mynd - og hljóðupptökur með Gus Gus, Hjaltalín, For a Minor Reflection og Retro Stefson verða einnig í beinu útsendingunni á netinu.  Upptökurnar eru gerðar sérstaklega fyrir útsendinguna á nokkrum vel völdum stöðum í íslenskri náttúru

,,Iceland Inspires? tónleikarnir eru öllum opnir án endurgjalds. Ungir sem aldnir eru hvattir til að mæta.

Tónleikarnir hefjast stundvíslega kl. 20:00 og lýkur kl. 23:00.

Nánari upplýsingar veita Inga Hlín Pálsdóttir, GSM: 824-4375 og Kári Sturluson, GSM: 840-9308.