Iceland Express skoðar innanlandsflug

Iceland Express skoðar innanlandsflug
Iceland Express

Iceland Express er með til skoðunar hefja innanlandsflug hér á landi, á næsta vori. Áformað er að fljúga sex sinnum á dag til Akureyrar og fjórum sinnum á dag til Egilsstaða.

Frá þessu er greint í frétt Morgunblaðsins í dag. Fram kemur í viðtali við forsvarsmenn félagsins að þeir telji sig geta boðið lægri fargjöld á innanlandsleiðum en nú tíðkast. Félagið undirbýr einnig að bjóða upp á flug til Boston og New York á næsta ári, að því er fram kemur fréttinni.


Athugasemdir