Fara í efni

Iceland Express boðar flug á milli Akureyrar og Kaupmannahafnar

Icelandexpress flugvél
Icelandexpress flugvél

Iceland Express hefur ákveðið að hefja áætlunarflug frá Akureyri til Kaupmannahafnar. Stefnt er að því að fljúga 1 sinni í viku allt árið en oftar yfir sumarið, verði undirtektir góðar.

Fyrsta flugið er 29. maí og verður síðan flogið á þriðjudögum, án millilendinga í Keflavík. Haft er eftir Birgi Jónssyni, framkvæmdastjóra Iceland express, að stjórnendur félagsins bindi miklar vonir við flugið. Þeir telji að Norðurland hafi verið afskipt hvað millilandaflug varðar og þarna opnist nýr möguleiki með ýmsum ferðamöguleikum frá Kaupmannahöfn.