Fara í efni

Iceland Express áformar að fjölga áfangastöðum

Í bígerð er hjá Iceland Express að færa út kvíarnar og fjölga áfangastöðum í Evrópu frá næsta vori. Í frétt í Morgunblaðinu í dag kemur fram að valið standi á milli Hahnflugvallar í Þýskalandi og Lúxemborgar.

Í Morgunblaðinu er haft eftir Almari Erni Hilmarssyni, framkvæmdastjóra Iceland Express, að ýmsir kostir varðandi fjölgun áfangastaða til meginlands Evrópu séu til skoðunar hjá félaginu en endanleg ákvörðun verði ekki tekin fyrr en eftir áramót. Margir kannast við flugvöllinn í Luxemborg en Hahnfluvöllur er minna þekktur. Hann er við Hamborg, var áður herflugvöllur en hefur verið alþjóðaflugvöllur fyrir almenna umferð frá 1993 og er vinsæll áfangastaður svonefndra lággjaldaflugfélaga.