Fara í efni

Hvalaskoðun - frétt frá Þýskalandi

Í nýjasta tölublaði Der Spiegel (15/2000) er fjallað um hvalveiðar og tilraunir Japana til að kaupa málstað sínum fylgis innan landa alþjóðlegu hvalveiðinefndarinnar (IWC). Í lok greinarinnar er fjallað um hvalaskoðanir og framtíðargildi þeirra og farið lofsamlegum orðum um Ísland:

"Fyrirmynd hinnar friðsamlegu nútímastefnu er Ísland. Á hinni brimsorfnu norðurhafseyju er hvalaskoðun nú þegar orðin mikilvæg atvinnugrein. Um 34.000 ferðamenn lögðu á liðnu ári úr höfn á kaldan sæ. Það sem hreif þá voru ekki kynni bragðlaukanna af hvalnum heldur hinn ca. 9 metra hái blástursstrókur frá hinum allt að 30 metra löngu og allt að 130 tonna þungu bláhvölum, einhverjir mestu risar sem í þessum heimi hafa lifað."