Fara í efni

... hvaða tækifæri eru í norðurljósunum? - Hlutverk gagnrýnna rannsókna í ferðaþjónustu

Norðursljós
Norðursljós

„Hvaða tækifæri eru í norðurljósunum? - Hlutverk gagnrýnna rannsókna í ferðaþjónustu“ er yfirskrifst örráðstefnu sem haldin verður í hátíðarsal Háskóla Íslands 27 október, kl 17-18.

Í tilkynningu um fundinn segir að í kjölfar hrunsins hafi ferðaþjónusta á Íslandi fengið mikla athygli. "Margir eru stórhuga og hyggja á mikla fjárfestingu, en oft vill brenna við að opinberu fé jafnt sem fé einkaaðila sé varið svo að segja að óathuguðu máli í verkefni innan ferðaþjónustu. Með í huga gamla máltækið að „kapp er best með forsjá“ vilja aðilar í íslensku háskólasamfélagi leggja til umræðunnar á hvaða grunni betur mætti byggja til framtíðar. Frumforsendur nýsköpunar og markaðsstarfs í ferðaþjónustu liggja í öflugu og gagnrýnu rannsóknarstarfi," segir orðrétt.

Fundurinn hefst á örfáum aðfararorðum um tilefni og tilurð fundarins. Þar á eftir mun fræðafólk stíga á stokk og í stuttum 5 mínútna glærulausum erindum og fjalla um eftirfarandi dæmi. Að því loknu verður opnað fyrir umræður og spurningar og eru aðilar úr greininni sem og fjölmiðlafólk sérstaklega hvatt til að mæta í þágu hreinskiptinna og opinna skoðanaskipta.

  • Viðar Hreinsson - ReykjavíkurAkademían  
        Ímynd eða inntak? Um menningartengda ferðamennsku
  • Dr. Þorvarður Árnason - Stofnun fræðasetra Háskóla Íslands – Höfn í Hornafirði 
       Skot í niðamyrkri – markaðssetning vetrarferðaþjónustu án rannsókna og
       þróunarstarfs 
  • Dr. Edward H. Huijbens  - Rannsóknamiðstöð ferðamála 
       Þegar allir ætla að byggja hótel ... möguleg offjárfesting í ferðaþjónustu
  • Dr. Rannveig Ólafsdóttir - Líf- og umhverfisvísindadeild Háskóla Íslands 
       Eru áhrif ferðamennsku bara jákvæð?
  • Dr. Guðrún Helgadóttir - Ferðamáladeild Háskólans á Hólum 
       Frumþörf fisksins er vatnið
  • Friðrik Eysteinsson - Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands 
       Innblásin af engu ... Inspired by Iceland átakið

Allir velkomnir.

Ef einhverjar spurningar vakna hafið samband við Edward H. Huijbens, Rannsóknamiðstöð ferðamála, edward@unak.is.

Uppfært 31. október 2011:
Upptökur af ráðstefnunni

Edward H. Huijbens setur fundinn, en eftir honum koma Viðar Hreinsson, bréf frá Þorvarði Árnasyni, Edward aftur, Rannveig Ólafsdóttir, bréf frá Guðrúnu Helgadóttur og Friðrik Eysteinsson. Upptökur af erindum má nálgast hér:
http://streymi.hi.is/videos/335/...-hvaða-tækifæri-eru-í-norðurljósunum?-hlutverk-gagnrýnna

Eftir framsögur sköpuðust umræður og er upptöku þeirra hægt að sjá hér:
http://streymi.hi.is/videos/336/...-hvaða-tækifæri-eru-í-norðurljósunum?-hlutverk-gagnrýnna