Hvað væri Ísland án fjalla?

Hvað væri Ísland án fjalla?
fjall

Sameinuðu þjóðirnar hafa lýst árið 2002 alþjóðlegt ár fjalla. Af þessu tilefni standa Landvernd og Náttúrufræðistofnun Íslands fyrir kynningarátaki til að vekja athygli á mikilvægi fjalla í íslensku þjóðlífi.

Fjallgönguhappdrætti
Gefið hefur verið út veggspjald og efnt til samkeppni á Internetinu um að þekkja 10 fjöll og ganga á a.m.k. eitt þeirra. Síðan verða 20 heppnir þátttakendur dregnir úr pottinum þann 15. september nk. Á vefsíðunni Ár fjalla er að finna margvíslegan fróðleik um fjöll, m.a. um gerðir fjalla, um fjallaflóruna, um fjöll í myndlist og þjóðtrú, fjallgöngur o.fl. o.fl. Þar er einnig hægt að taka þátt í umræddri samkeppni. Stöðugt verður bætt við efni á þennan vef og í haust verður svo efnt til samkeppni og ferðahappdrættis meðal grunnskólabekkja og málþings um mikilvægi fjalla í íslensku þjóðlífi. Það er Herðubreið, drottning íslenskra fjalla, sem prýðir áðurnefnt veggspjald sem gefið hefur verið út til að vekja athygli á mikilvægi fjalla.

Myndatexti:  Á heimasíðu Landverndar og Náttúrufræðistofnunar Íslands um ár fjalla 2002 er hægt að taka þátt í samkeppni. Sýndar eru myndir af 10 fjöllum og þeir sem geta nafngreint öll fjöllin og hafa þar að auki gengið á a.m.k. eitt þessara fjalla á árinu, geta verið með í samkeppninni. Eitt fjallanna sem þarf að þekkja er það sem myndin er af hér að ofan.

 


Athugasemdir