Fara í efni

Hrafnhildur Ýr ráðin til Ferðamálastofu

Hrafnhildur Ýr VíglundsdóttirHrafnhildur Ýr Víglundsdóttir hefur ráðin í starf sérfræðings á starfsstöð Ferðamálastofu í Reykjavík. Starfið var auglýst í nóvember og bárust ríflega 160 umsóknir.

Víðtæk starfsreynsla

Hrafnhildur Ýr er með B.Sc. próf í ferðamálafræðum frá Háskóla Íslands, kennsluréttindi og leggur stund á mastersnám í ferðamálafræði við Hólaskóla. Hún hefur víðtæka starfsreynslu af ferðamálum, ráðgjöf og kennslu. Á vettvangi ferðamála má m.a. nefna að 2005-2006 var Hrafnhildur Ýr upplýsinga- og kynningarfulltrúi Sveitarfélagsins Austurbyggðar þar sem hún vann m.a. stefnumótun í ferðaþjónustu á svæðinu í samvinnu við hagsmunaaðila.

Stýrði uppbyggingu Selaseturs Íslands

Í ársbyrjun 2006 var Hrafnhildur Ýr ráðin til að stýra uppbyggingu Selaseturs Íslands á Hvammstanga þar sem hún starfaði í hálft sjötta ár. Þar hafði hún umsjón með og bar ábyrgð á uppbyggingu, stefnumótun og þróun fyrirtækisins, ásamt daglegum rekstri, verkefnastjórn smærri og stærri verkefna, viðburðastjórnun, umsjón með útgáfumálum, kynningarmálum og vefsíðu o.fl.

Sem verkefnastjóri og ráðgjafi hefur Hrafnhildur víða komið að og m.a. t.d. nefna The Wild North – alþjóðlegt verkefni um sjálfbæra náttúrulífsferðamennsku og byggðaþróun, þar sem hún var verkefnisstjóri og upphafsmaður.

Starfsfólk Ferðamálastofu býður Hrafnhildi Ýr velkomna og hlakkar til samstarfsins.