Hótel Eldhestar fá Svaninn

Hótel Eldhestar fá Svaninn
Stefnir í 320 þúsund ferðamenn í ár

Hótel Eldhestar á Völlum í Ölfusi hefur hlotið norræna umhverfismerkið Svaninn og er fyrsta íslenska hótelið sem fær þessa viðurkenningu. Svanurinn hefur verið opinbert umhverfismerki norðurlandaþjóða í um áratug og á heimasíðu Neytendasamtakanna kemur fram að Svanurinn er samkvæmt könnunum það umhverfismerki sem flestir neytendur á Norðurlöndum þekkja og treysta best.

Fyrirtækið Eldhestar var stofnsett árið 1986 og bauð í fyrstu upp á styttri hestaferðir. Það síðan þróast mikið og er nú í hópi í öflugustu fyrirtækja landsins á sínu sviði. Yfir háannatímann starfa um 25 manns hjá Eldhestum og heildarfjöldi gesta er um 10.000. Fyrr á þessu ári reisti fyrirtækið síðan sveitarhótel á Völlum en frá upphafi var miðað við að það væri byggt eftir hugmyndafræði Norræna umhverfismerkisins. Á hótelinu eru 10 tveggja manna herbergi.

 


Athugasemdir