Fara í efni

Hótel Borg á topplista Sunday Times Travel

Hótel Borg
Hótel Borg

Hótel Borg er eitt þriggja hótela á Norðurlöndunum sem náði inn á lista ferðablaðs Sunday Times Travel yfir heimsins bestu hótel árið 2008. Þetta er verulegur heiður enda blaðið bæði útbreitt og nýtur virðingar.

Það er bæði byggingarstíll hótelsins og búnaður sem Sunday Times Travel telur fyrsta flokks en ekki síður hin einstaka staðsetning í miðborginni. Nefnt er að hótelið standi rétt við Alþingishúsið, steinsnar frá iðandi mannlífi miðborgarinnar en þó nógu langt í burtu til þess að gestir njóti næturkyrrðar.