Fara í efni

Hollenskur vefur bætist við

Holleskur vefur - forsíða
Holleskur vefur - forsíða

Nú hefur bæst við hollensk útgáfa af landkynningarvef Ferðamálstofu www.visiticeland.com. Þar með er vefurinn orðinn á 10 tungumálum, það er ensku, dönsku, þýsku, frönsku, spænsku, ítölsku, hollensku, sænsku og norsku auk íslensku. 

Eins og áður hefur komið fram er umferð um landkynningarvefi Ferðamálastofu sívaxandi enda alkunna að mikilvægi Internetsins í öllu markaðsstarfi er alltaf aðaukast, ekki síst í ferðaþjónustu. Í marsmánuði síðastliðnum var einmitt nýtt met slegið í umferð um vefinn þegar heimsóknir fóru í fyrsta skipti yfir 200 þúsund í einum mánuði. Skoða hollenska vefinn

Mynd: Forsíða hollenska vefsins.