Fara í efni

Hólaskóli í heimsókn

Hólaskóli í heimsókn 06
Hólaskóli í heimsókn 06

Í dag komu nemendur frá ferðamáladeild Hólaskóla í heimsókn á skrifstofu Ferðamálastofu á Akureyri. Tilgangurinn var að kynna sér starfsemi stofnunarinnar og uppbyggingu stjórnsýslu ferðamála hérlendis.

Þessar heimsóknir Hólaskóla hafa verið árviss viðburður í nokkur ár. Elías Bj. Gíslason, forstöðumaður upplýsinga- og þróunarsviðs Ferðamálastofu, segir þetta afar ánægjulegt og einnig mikilvægt fyrir Ferðamálastofu að fá þetta tækifæri til að kynna sig og starfsemi sína með beinum hætti fyrir því fólki sem stundar ferðamálanám hérlendis.