Fara í efni

Hlutur ferðaþjónustu í hagkerfinu í 2012 gildum í fyrra

Rauðisandur.    -Mynd: Marðaðsstofa Vestfjarða
Rauðisandur. -Mynd: Marðaðsstofa Vestfjarða

Hagstofa Íslands birti fyrir stuttu bráðabirgðatölur fyrir hlut ferðaþjónustunnar í hagkerfinu í fyrra, í samanburði við fyrri ár. Eru þetta svokallaðir ferðaþjónustureikningar (e. tourism satellite accounts), sem hagstofan hefur unnið á ársgrunni á síðustu árum og kalla má undirreikninga þjóðhagsreikninga fyrir þjóðarbúið í heild.

  • Hlutur ferðaþjónustunnar í vergri landsframleiðsu (VLF) hækkaði í 4,2% í fyrra, úr 3,6% 2020. Enn er þó langur vegur í 2019 hlutdeild atvinnugreinarinnar, sem nam 8,1%. Var hlutur greinarinnar í efnahagslífi landsins í fyrra svipaður og árið 2012, við upphaf uppsveiflunnar miklu í henni.
  • Hlutdeild greinarinnar í hagkerfinu horfir til umtalsverðrar hækkunar á þessu ári, 2022.

Upplýsingar um ofangreint og fleira áhugavert um hlut ferðaþjónustu og neyslu innanlands vegna hennar má sjá í meðfylgjandi greiningu Ferðamálastofu.

Opna greiningu sem PDF