Hleðsla fyrir bílinn á leið þinni um landið

Hleðsla fyrir bílinn á leið þinni um landið
Mynd: Ernest Ojeh á Unsplash.

Til þess að auðvelda ferðamönnum að skipuleggja ferðalög um Ísland á rafbílum fór Ferðamálastofa í það verkefni fyrr á árinu að að kortleggja staðsetningu hleðslustöðva, með það fyrir augum að miðla þeim til innlendra og erlendra ferðamanna. Fyrsta afrakstur verkefnisins má nú sjá á ferðavefjunum visiticeland.com og ferdalag.is

Verkefnið var unnið í samstarfi við Orkustofnun, Íslenska nýorku og Íslandsstofu. Stærsti grunnur að verkefninu var fengin hjá Orkustofnun, sem átti fyrir upplýsingar um staðsetningu hleðslustöðva um allt land. Ferðamálastofa bætti síðan í safnið með því að óska eftir upplýsingum frá einstökum ferðaþjónustuaðilum um hleðslustöðvar á þeirra vegum.

Hleðslustöðvar og afþreying í grennd

Inn á ferðavefnum visiticeland.com getur ferðafólk nú nálgast upplýsingar um hleslustöðvar á korti, slegið inn upplýsingar um upphafs og ákvörðunarstað og séð hvaða hleðslustöðvar eru aðgengilegar á leiðinni. Þegar hleðslustöð er valin koma fram upplýsingar um hvers konar hleðslu er  um að ræða og einnig þá gisti- og afþreyingarmöguleika sem eru í nágrenninu.

Hvaða staðir bjóða hleðslu?

Inn á ferðavefnum ferdalag.is var farin þá leið að kallaðar hafa verið fram upplýsingar um t.d. gistingu og afþreyingu er hægt að birta sérstaklega þá staði sem bjóða upp á hleðslu.

Fyrsta stig í þróun

Um er að ræða fyrsta áfanga verkefnisins en það verður þróað áfram á næstu  mánuðum með það fyrir augum að auka notagildi þes fyrir ferðafólk og ferðaþjónustuaðila.

 

Mynd Ernest Ojeh á Unsplash


Athugasemdir