Helena Þ. Karlsdóttir nýr lögfræðingur Ferðamálastofu

Helena Þ. Karlsdóttir nýr lögfræðingur Ferðamálastofu
Helena Þ. karlsdóttir

Helena Þ. Kalsdóttir, lögfræðingur, tók til starfa hjá Ferðamálastofu þann 2. desember síðastliðinn. Hún tók við af Auðbjörgu L. Gústafsdóttur, lögfræðingi.

Starfssvið Helenu eru lögfræðileg viðfangsefni Ferðamálastofu og stjórnvaldsákvarðanir samkvæmt lögum um skipan ferðamála nr. 73/2005.

Helena lauk Cand. jur. prófi frá Háskóla Íslands 1995. Hún starfaði hjá sýslumanninum á Akureyri 1996-1997, á lögmannsstofu Ásgeirs Björnssonar 1997-1998, hjá Vinnumálastofnun 1998-2008. Helena fékk lögmannsréttindi 1999 og lauk þriggja anna rekstrar- og viðskiptafræðinámi frá HA 2005.

Leyfismál til Akureyrar
Helena starfar á skrifstofu Ferðamálastofu á Akureyri þannig að þeim sem þurfa upplýsingar vegna leyfismála er bennt á að snúa sér þangað. Síminn er 464-9990 og heimilisfang Strandgata 29, 600 Akureyri.

Helena er boðin velkomin til starfa.


Athugasemdir