Heimsókn söluaðila golfferða og blaðamanna

Heimsókn söluaðila golfferða og blaðamanna
golficeland1

Í liðinni viku var hér í heimsókn hópur söluaðila golfferða og blaðamenn frá golftímaritum. Ferðin var á vegum Golf Iceland samtakanna sem vinna að því að kynna golf  á Íslandi fyrir erlendum kylfingum.

Á síðasta ári urðu samtökin aðili að IAGTO  ( The Global Golf Tourism Organisation) og samhliða var unnin markaðs- og aðgerðaráætlun fyrir samtökin til næstu ára. Var umrædd ferð liður í henni. Átján aðilar tóku þátt í ferðinni. Söluaðilar komu frá ferðaskrifstofum í Bandaríkjunum, Bretlandi, Þýskalandi, Frakklandi og Hollandi. Fjölmiðlafólkið kom frá Bandaríkjunum, Bretlandi, Þýskalandi og Danmörku og skrifar í helstu golftímarit  í þessum löndum.

Að sögn Magnúsar Oddssonar hjá Golf Iceland lék hópurinn golf á fjórum völlum á þremur dögum auk þess að heimsækja og skoða tvo til viðbótar. ?Auk þessa hóps þá hafa erlendir fjölmiðlar verið mikið á ferðinni hér að kynna sé golf. Í júní komu t.d. golffjölmiðlamenn frá Finnlandi, Noregi, Bretlandi og Austurríki að kynna sér golf á Íslandi,? segir Magnús.

Samtökin GOLF ICELAND eru samtök 14 golfvalla og 11 ferðaþjónustufyrirtækja auk Ferðamálastofu og Golfsambands Íslands sem vinna að því að kynna golf  á Íslandi fyrir erlendum kylfingum.


William M Anslow forstjóri Grey Owl Golf ferðaskrifstofu í Bretlandi og Charlie Brown eigandi Charlie Brown?s Travel í Bandaríkjunum um miðnætti í Grafarholti sl. miðvikudag.


Athugasemdir