Fara í efni

Heimild til tímabundinnar lækkunar tryggingarfjárhæðar

Lúdent í Mývatnssveit. Mynd: -HA
Lúdent í Mývatnssveit. Mynd: -HA

Í ljósi heimsfaraldursins og hins mikla samdráttar í ferðaþjónustu vill Ferðamálastofa benda seljendum pakkaferða á að heimild er í lögum um pakkaferðir og samtengda ferðatilhögun nr. 95/2018 til að sækja um tímabundna lækkun tryggingarfjárhæðar á grundvelli samdráttar eða mikilla árstíðabundinna sveiflna í rekstri. 

Sé um árstíðabundnar sveiflur að ræða er miðað við að lágönn sé ekki skemmri en fjórir mánuðir og að tryggingarfjárhæð á tímabili lækkunar verði a.m.k. helmingi lægri en tryggingarfjárhæð skv. meginreglu. Kostnaður vegna umsagnar endurskoðanda um gögn vegna umsóknar um tímabundna lækkun tryggingarfjárhæðar er kr. 10.000.- sé sótt um og gögnum skilað um leið og gögnum vegna árlegs endurmats tryggingarfjárhæðar en kr. 25.000.- sé sótt um eftir að aðila hefur verið tilkynnt ákvörðun um tryggingarfjárhæð á grundvelli meginreglu.

Sótt er um í gegnum þjónustugátt Ferðamálastofu. Gæta þarf að því að velja rétt eyðublað.

Umsókn skal fylgja eftirfarandi:

  1. Greinargóð skýring og rökstuðningur fyrir umsókn, bréf sem að  leyfishafar útbúa sjálfir og hafa tilbúið til að hlaða upp í þjónustugátt.
  2. Greining á áætlaðri veltu fyrstu 6 mánaða komandi árs, þ.e. 2021. Eyðublað má finna hér.
  3. Staðfesting endurskoðanda vegna áætlunar um tryggingarskylda veltu 2021. Bréf sem að endurskoðandi útbýr og undirritar. Fram þarf að koma nafn og kt. leyfishafa, áætluð fjárhæð tryggingarskyldrar veltu, að endurskoðandi hafi kynnt sér áætlunina og forsendur hennar og telji hana raunhæfa á grundvelli þeirra.
  4. Vottorð frá innheimtumanni Ríkissjóðs um að leyfishafi sé ekki í vanskilum með opinber gjöld. Innheimtumenn eru Skatturinn á höfuðborgarsvæðinu og sýslumenn utan höfuðborgarsvæðisins.
  5. Yfirlti yfir inneignir ferðamanna. Eyðublaðið má finna hér.
  6. Uppfærð greininig á áætlarði veltu ársins 2020. Eyðublaðið má finna hér.