Fara í efni

Háskólamenntaðir leiðsögumenn útskrifaðir

Útskriftarhópurinn.
Útskriftarhópurinn.

Síðastliðinn föstudag voru 30 kandídatar af námsbrautinni Leiðsögunám á háskólastigi brautskráðir hjá Endurmenntun Háskóla Íslands.

Hátíðarræðumaður var Helga Árnadóttir framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar sem fagnaði því að fá fleiri fagmenntaða leiðsögumenn í ferðaþjónustuna á Íslandi sem fer sístækkandi og þar með eykst þörfin fyrir leiðsögumenn. Í því samhengi sagði hún frá því að nýverið hafi 3.000 ferðamenn farið í norðurljósaskoðunarferð á einu kvöldi en fyrir þannig kvöld þarf 40 rútur og 40 leiðsögumenn, segir í frétt frá Endurmenntun HÍ.