Fara í efni

Handbókin 2011 komin út!

Íslandskort 2011
Íslandskort 2011

Handbókin 2011 er komin út og er fáanleg á pdf-formi á geisladiski.  Bókin byggir á gagnagrunni Ferðamálastofu sem hefur að geyma upplýsingar um ferðaþjónustuaðila á Íslandi. Aðilar raðast í stafrófsröð í hverjum kafla. 

Útprentun handbókarinnar:
Á geisladisknum eru báðar útgáfur handbókarinnar þ.e.bæði á íslensku og ensku, hvor í sinni möppu.  Í möppunum eru síðan tvær undirmöppur; „Landshlutar“ og „Bókin í heild“. 

 

 

Í möppunni „Landshlutar“ eru pdf-skrár með hverjum landshluta fyrir sig þar sem öllum köflum handbókarinnar er steypt í eina skrá og því hægt að prenta hvern landshluta í heild sinni sem eitt skjal.  

 

Í möppunni „Bókin í heild“ er bókinni skipt upp í möppur eftir aðal kaflaheitum bókarinnar;

  • Almennar upplýsingar
  • Samgöngur
  • Gisting
  • Afþreying
  • Menning & Listir
  • Veitingastaðir

Þar undir er hverjum flokki áfram skipt niður eftir landshlutum en hver hluti er í sér pdf-skjali þannig að hægt er að prenta út hvern kafla fyrir sig. 

Diskurinn er til sölu hjá Ferðamálastofu og kostar 7.500.- krónur. 
Panta handbók.