Hagvöxtur á heimaslóð fyrir höfuðborgarsvæðið

Hagvöxtur á heimaslóð fyrir höfuðborgarsvæðið
Lógó Útflutningsráðs

Nýtt verkefni, Hagvöxtur á heimaslóð fyrir höfuðborgarsvæðið, hefst nú í nóvember. Verkefnið er sniðið að þörfum fyrirtækja og hagsmunaðila í ferðaþjónustu með sérstaka áherslu á hagnýtt gildi fyrir alla þátttakendur. Markmiðið er að efla faglega hæfni í stefnumótun, vöruþróun og markaðssetningu með áherslu á samstarf innan og milli svæða.

Hagvöxtur á heimaslóð er þróunarverkefni Útflutningsráðs Íslands í samvinnu við Samtök ferðaþjónustunnar, Impru á Nýsköpunarmiðstöð, Rannsóknarsetur ferðamála og Byggðastofnun. Umsóknarfrestur er til  3. nóvember nk.
 
Vinnufundir og tímasetningar
Vinnufundir verða fjórir og standa í tvo daga hver. Fundirnir eru haldnir í stuttri fjarlægð frá Reykjavík en nánari staðsetning veltur meðal annars á þátttöku. Fyrsti fundurinn mun fara fram 05.-07. nóvember, næsti fundur fer fram 03.? 04. desember en síðan munu síðustu fundirnir verða haldnir 07.-08. janúar og 11.-12. febrúar 2009. Á vinnufundunum verða bæði fyrirlestrar og verkefnavinna enda áhersla lögð á virka þátttöku.

Þátttökugjald
Þátttökugjald er 50.000 kr. Innifalið í því eru fyrirlestrar, námsgögn, fæði og gisting auk 10 stunda þjónustu ráðgjafa fyrir hvert fyrirtæki á meðan verkefninu stendur. Þátttakendur bera sjálfir kostnað af ferðum til og frá vinnufundum.

Skráning og nánari upplýsingar hjá Útflutningsráði Íslands gefa Andri Marteinsson, andri@utflutningsrad.is og Hermann Ottósson, hermann@utflutningsrad.is eða í síma 511 4000.

Sjá kynningu á vef Útflutningsráð (setja þessa slóð http://www.icetrade.is/THjonusta/Fraedsla/Hagvoxtur-a-heimaslod-(HH)/)

 


Athugasemdir