Fara í efni

Gott aðgengi: Fjarkynningar fyrir ferðaþjónustuaðila

Ferðamálastofa býður ferðaþjónustuaðilum nú upp á ókeypis kynningar á hinu nýju verkfæri, Gott aðgengi í ferðaþjónustu. Því er ætlað að leiðbeina þeim með markvissum hætti um það hvernig hægt er að bæta aðgengi fyrir fatlaða og hvað þarf að gera. Kynningarnar eru haldnar í fjarfundi og miðað við að hafa 10-12 þátttakendur í hvert sinn.
 
Næstu kynningar verða haldnar 10. nóvember og 15. nóvember og skráning er hér að neðan:
Skráning 10. nóvember: https://tinyurl.com/yfk7jjab
Skráning 15. nóvember: https://tinyurl.com/5xjtceds