Gosið nýtt með jákvæðum hætti

Gosið nýtt með jákvæðum hætti
Gos Eyjafjallajökli

Eldgosið í Eyjafjallajökli hefur dregið athyglina að Íslandi svo um munar og mikið í umræðunni hvernig nýta megi hana ferðaþjónustunni til framdráttar.

Skrifstofa Ferðamálastofu í Bandaríkjunum sendi í vikunni út bæði fréttatilkynningar og fréttbréf tengt gosinu sem skilað hafa mikilli og jákvæðri umfjöllun.

?Frétt frá okkur er núna aðalfréttin í Travel Weekly, einu útbreiddasta ferðablaðinu hér vestan hafs, og svona umfjöllun hefur gríðarlegt auglýsingagildi,? segir Einar Gústavsson, umdæmisstjóri Ferðamálastofu í Norður-Ameríku. Greinina í Travel Weekly má lesa hér

Dateline Iceland til 160 þúsund áskrifenda
Þá sendi skrifstofan út hið mánaðarlega rafræna fréttabréf Dateline Iceland sem var alfarið helgað gosinu að þessu sinni. Fréttabréfið fer á 160 þúsund áskrifendur. Að auki fer Dateline Iceland á 600-700 fjölmiðla og 92 þúsund aðila í ferðageiranum vestan hafs. Fréttabréfið er einnig aðgengilegt á landkynningarvefnum fyrir N.-Ameríku. Dateline Iceland ? maí 2010


 


Athugasemdir