Fara í efni

Gosið í Eyjafjallajökli í nýrri íslenskri stuttmynd

Cinema 2
Cinema 2

Hafnar eru sýningar á nýrri íslenskri stuttmynd um gosið í Eyjafjallajökli. Myndina gerði Valdimar Leifsson kvikmyndagerðarmaður en hann fór fjölmargar ferðir að gosstöðvunum og myndaði jafnt frá jörðu niðri, úr flugvél og þyrlu, segir í tilkynningu. Myndin er sýnd daglega í nýjum sýningarsal við gömlu höfnina í Reykjavík, þ.e. verbúð nr. 2

Myndefnið klippti Valdimar í stutta, ljóðræna mynd sem sýnir vel ægikraftinn sem leystist úr læðingi í gosinu í vor. Enginn texti er, heldur fara saman afar falleg og viðeigandi tónlist og myndir, svo útkoman verður bæði áhrifarík og eftirminnileg. Valdimar hefur unnið að kvikmyndagerð í rúma þrjá áratugi og gert fjölmargar náttúrulífs- og heimildamyndir, auk sjónvarpsmynda og ?þátta.

Nánari upplýsingar og myndir eru á vefnum: www.lifsmynd.is/cinemano2