Fara í efni

Góður fundur í Stokkhólmi

Stokkhólmsfundur
Stokkhólmsfundur

Fyrsti fundurinn af fimm í röð kynningarfunda á helstu mörkuðum íslenskrar ferðaþjónustu í Evrópu var í Stokkhólmi í gær og tókst afar vel. Um er að ræða samstarf Ferðamálastofu, utanríkisráðuneytis, Útflutningsráðs, Samtaka ferðaþjónustunnar og Höfuðborgarstofu sem tekið hafa höndum saman í samræmdu átaki við að kynna málstað Íslands erlendis.

Fulltrúar allra helstu fjölmiðla mættu, sem og yfir 15 fulltrúar ferðaþjónustufyrirtækja og gerðu þeir afar góðan róm að málfutningi Guðmundar Árna Stefánssonar sendiherra, Árna Gunnarssonar formanns SAF og Ólafar Ýrr Atladóttur ferðamálastjóra. Var talað um að það væri mikils vert að komið væri á staðinn og fólk í atvinnugreininni fengi milliliðalaust að vita að allt væri að ganga sinn vanagang í íslenskri ferðaþjónustu og sóknarfæri væru þar, þrátt fyrir áföll á öðrum sviðum á Íslandi.

Í dag er komið að fundi í París, á mánudaginn er fundað í Kaupmannahöfn, þá Frankfurt og endað í Osló. Á myndinni er Guðmundur Árni Stefánsson sendiherra á fundinum í Stokkhólmi í gær. Mynd: Þorleifur Þór Jónsson