Fara í efni

Góður árangur á IMEX í Frankfurt

CIMG2959
CIMG2959

Ráðstefnuskrifstofa Íslands hélt líkt og undanfarin ár utan um þátttöku Íslands á IMEX sýningin var haldin í Frankfurt á dögunum. Alls tóku 9 íslensk fyrirtæki þátt í sýningunni og var almenn ánægja ríkjandi með hvernig til tókst.

Eldgosið í forgrunni
?Við keyrðum mikið á eldgosinu, gáfum hraunmola, bæði venjulega og þessa búna til úr súkkulaði og vorum með eldfjallaösku í glösum. Send voru út um 1.100 kort sem voru kostuð af Inspired by Iceland herferðinni þar sem fólk var minnt á Ísland og fólk boðið að koma og fá hraun og læra að segja Eyjafjallajökull. Allar kynningar byrjuðu á umfjöllun um Eyjafjallajökull og gestir hrósuðu okkur fyrir að taka á eldgosinu og útskýra stöðuna á Íslandi og áhrif eldgossins á land og þjóð,? segir Anna Valdimarsdóttir, verkefnisstjóri RSÍ.

Á miðvikudeginum komu Ari Trausti Guðmundsson jarðfræðingur ásamt Gunnari Snorra Gunnarssyni sendiherra og Davíð Jóhannssyni, umdæmisstjóra Ferðamálastofu í Mið-Evrópu, en búið var að bjóða þeim blaðamönnum sem komu á IMEX að koma og tala við þá. Nokkur hópur mætti og tók viðtal við Ara Trausta en heimsókn þeirra á básinn var einnig liður í Inspired by Iceland verkefninu.

Almenn ánægja með sýninguna
Að sögn Önnu var almenn ánægja er meðal þeirra aðildarfélaga sem tóku þátt í sýningunni. ?Bæði kaupendur og þeir gestir sem heimsóttu okkur á básinn voru úr þeim hópi sem eftirsóknarvert er að fá í heimsókn. Það var greinilegt að eldgosið blessaða var búið að koma Íslandi rækilega á kortið og ég fékk nokkra til mín sem hreinlega sögðu það að eftir alla þessa umfjöllun um Ísland þá voru þau hreinlega orðin forvitin að vita hvað landið hefði upp á að bjóða fyrir ráðstefnur, fundi og hvataferðir,? segir Anna.

Loks má nefna að kynntur var til sögunnar nýr sýningarbás sem almenn ánægja var með.

Norrænt samstarf
Ráðstefnuskrifstofa hefur undanfarna mánuði tekið þátt í fundum ICCA Scandinavian chapter. Á síðasta fundi, sem haldinn var á mánudeginum fyrir IMEX, var samþykkt að Norðurlöndin væru að vinna að því, á næstu árum að finna leiðir til þess að verða fyrsta sjálfbæra svæðið fyrir fundi og ráðstefnur (the first sustainable meeting region in the world).  ?Þetta eru auðvitað eitthvað sem mun taka nokkurn tíma og löndin eru misjafnlega langt komin þegar kemur að þessum þætti. Þó er svæðið raunar meðal þeirra fremstu í heiminum á þessu sviði og að við getum sannarlega verið duglegri við að halda því á lofti í markaðssetningu okkar,? segir Anna.

Myndirnar hér að neðan voru teknar á sýningunni.