Fara í efni

Góðar horfur innan ferðaþjónustunnar

Íshestar.
Íshestar.

Horfur innan ferðaþjónustunnar eru góðar fyrir næsta sumar, samkvæmt könnun sem Vinnumálastofnun gerði meðal forsvarsmanna fyrirtækja í ferðaþjónustu. Könnunin var gerð seinni hluta október og var send félagsmönnum Samtaka ferðaþjónustunnar.

Um helmingur aðspurðra innan ferðaþjónustunnar telur að næsta sumar muni þeir hafa fleira starfsfólk en síðasta sumar, en aðrir telja að fjöldi starfsmanna verði svipaður. Mat á því hve mikil fjölgunin yrði bendir til að búast megi við 5-10% aukningu mannafla innan þessarar atvinnugreinar frá sumri 2006 til sumars 2007. Hlutfallslega fleiri fyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu en á landsbyggðinni búast við að fjölga starfsfólki næsta sumar, en á hinn bóginn má reikna með hlutfallslega meiri mannaflaþörf á landsbyggðinni þar sem þau fyrirtæki sem á annað borð ætla að fjölga virðast þurfa að bæta við sig það miklum fjölda starfsmanna. Þá virðist síður að vænta fjölgunar innan hótel- og veitingaþjónustu en í annarri starfsemi innan ferðaþjónustunnar.             Mynd: Frá Vestnorden 2006.

Nánar á vef Vinnumálastofnunar