Fara í efni

Góð þátttaka í ljósmyndasamkeppni Markaðsstofu Vesturlands á Facebook

Ljósmyndasmakeppni vesturland
Ljósmyndasmakeppni vesturland

Markaðsstofa Vesturlands stóð í sumar fyrir ljósmyndasamkeppni. Það sem skapaði henni sérstöðu var meðal annars sú staðreynd að hún fór eingöngu fram á samskiptavefnum Facebook.

Myndum var skilað inn þar í hópinn Vesturland og öll kynning og markaðsstarf fór fram á Facebook. Viðtökur voru góðar en alls voru sendar inn rúmlega 700 myndir á þeim mánuði sem keppnin  stóð. Vinninghafar voru tilkynntir í vikunni og sjá má allt um þá á heimasíðu Markaðsstofu Vesturlands Vinningsmyndina má einnig sjá hér til hliðar.

Þurfum að nýta hugmyndaflugið
?Það sem mér finnst svolítið gaman varðandi þetta er að þótt peningar séu af skornum skammti þá er margt skemmtilegt hægt að gera ef  hugmyndaflugið er nýtt. Við vorum einnig með Sumardagatal Vesturlands eingöngu á netinu, þ.e. á heimasíðu okkar og Facebook. Við drógum út einn vinning á dag í júní og júlí og áhuginn var mikill. Heimsóknir á heimasíðuna okkar á þessum tveimur mánuðum mældust í tugum þúsunda  og stærsti dagurinn taldi um 4.000 gesti,? segir Jónas Guðmundsson, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Vesturlands.

Samastaða á svæðinu
Hann bætir við að mikil og góð samstaða hafi verið meðal ferðaþjónustuaðila um þetta verkefni. ?Fjöldi aðila gaf yfir 100 vinninga að verðmæti rúma eina miljón króna, Markaðsstofan setti dæmið upp og sá um kynningu á netinu þannig að útlagður kostnaður var lítill en auðvitað mikil vinna. Þetta sýnir enn og aftur að margt er hægt að gera og það þýðir ekkert að sitja með hendur í skauti heldur frekar að bretta upp ermar og nýta þær auðlindir sem til eru,? segir Jónas.