Fara í efni

Gleði á uppskeruhátíð Norðlendinga

Skjaldarvík 2
Skjaldarvík 2

Uppskeruhátíð ferðaþjónustunnar á Norðurlandi haldin í sjötta sinn á  dögunum. Þetta árið voru Vestur-Húnvetningar gestgjafar og tókst hátíðin í alla staði vel. Markmið hátíðarinnar er að efla samkennd og samvinnu á milli ferðaþjónustuaðila á Norðurlandi og að gefa fólki kost á að kynnast innbyrgðis.

Dagurinn byrjaði í Dæli í Víðidal þar sem fólk var boðið velkomið, þaðan var haldið í Kolugljúfur, þar næst uppí Borgarvirki og síðan var boðið uppá kjötsúpu á Gauksmýri. Eftir hádegismat var keyrt til Hvammstanga þar sem prjóna- og saumastofan KIDKA var skoðuð, Selasetrið tók vel á móti hópnum, verslunarminjasafnið Bardúsa var opið og kaffihúsið Hlaðan bauð uppá kaffi og smákökur. Því næst var haldið á Byggðasafnið á Reykjum og að lokum komið við í Grettisbóli á Laugarbakka. Um kvöldið var boðið uppá glæsilegan kvöldmat í félagsheimilinu Ásbyrgi á Laugarbakka.

Markaðsstofan veitti þrjár sérstakar viðurkenningar:
Selasiglingar á Hvammstanga fengu viðburkenningu fyrir nýjung í ferðaþjónustu á Norðurlandi.
Ferðaþjónustan Skjaldarvík hlaut viðurkenningu fyrir faglega uppbyggingu í ferðaþjónustu á Norðurlandi.
Arinbjörn Jóhannsson á Brekkulæk hlaut viðurkenningu fyrir áratuga störf í ferðaþjónustu á Norðurlandi.

Á næsta ári verður hátíðin haldin í Eyjafirði og er það von Markaðsskrifstofunnar að sem flestir sjái sér fært að mæta og eiga góðan dag með ferðaþjónustuaðilum á Norðurlandi.

Mynd: Ferðaþjónustan Skjaldarvík hlaut viðurkenningu fyrir faglega uppbyggingu í ferðaþjónustu á Norðurlandi.