Fara í efni

Gistinóttum á hótelum og gistiheimilum fjölgaði um 6,4% á milli ára

Fyrsti áfanginn í vottun Green Globe á Snæfellsnesi
Fyrsti áfanginn í vottun Green Globe á Snæfellsnesi

Gistinætur á hótelum og gistiheimilum töldust 1.256.000 árið 2002 en árið á undan voru þær 1.180.000, sem er 6,4% aukning. Þetta kemur fram í bráðabirgðatölum frá Hagstofunni sem gefnar voru út í dag.

Gistinóttum Íslendinga fjölgaði um 6 % en útlendinga um 6,5 %. Á hótelum og gistiheimilum fjölgaði gististöðum um 22 milli ára og herbergjum um 600 en til þessa flokks teljast hótel, gistiheimili, sumarhótel og sumargistiheimili ásamt íbúðahótelum. Geta má að þessi aukning þarf ekki eingöngu að þýða opnun nýrra staða því nokkrir heimagististaðir urðu að gistiheimilum á síðasta ári í kjölfar skipulagsbreytinga.

Fjölgun gistinátta í öllum landshlutum - mest á Suðurlandi
Gistinóttum á hótelum og gistiheimilum fjölgaði í öllum landshlutum á milli áranna 2001 og 2002. Mest var aukningin á Suðurlandi, en gistinóttum fjölgaði þar um 25,7%. Gistinóttum á Austurlandi fjölgaði um 16,2%, á Vestfjörðum um 13,9%, á Norðurlandi eystra um 8,2% og Norðurlandi vestra um 7,8%. Þá var 3,6% aukning á Vesturlandi og 1,2% á Suðurnesjum. Minnst var aukningin á höfuðborgarsvæðinu en þar fjölgaði gistinóttum um 0,6% á milli ára.

Fjölbreytt talnaefni
Hagstofan hefur annast gistináttatalningar um árabil og á vef stofnunarinnar er að finna ýmsar áhugaverðar tölfræðiupplýsingar um þetta efni, samanburð á milli ára o.fl. Smellið hér