Fara í efni

Gistinóttum á hótelum í júlí fjölgar um 4% milli ára

Ævintýralandið Ísland kynnt á Ferðatorgi 2004 í Smáralind
Ævintýralandið Ísland kynnt á Ferðatorgi 2004 í Smáralind

Gistinætur á hótelum í júlímánuði síðastliðnum voru 124 þúsund á móti 119 þúsund í júlí árið 2002, samkvæmt tölum Hagstofunnar sem voru að koma út. Eins og í júní mældist aukningin mest á Suðurnesjum, Vesturlandi og Vestfjörðum eða um 13%.

Á Suðurlandi fjölgaði gistinóttum um 8% og á höfuðborgarsvæðinu fjölgaði þeim um 6%. Á Norðurlandi vestra og Norðurlandi eystra fækkaði gistinóttum hins vegar um 8% og á Austurlandi stóð gistináttafjöldinn nánast í stað. Gistinætur Íslendinga voru jafnmargar nú í ár og í fyrra en gistinóttum útlendinga fjölgaði hins vegar milli ára um 5%. Tölur fyrir 2003 eru bráðabirgðatölur og eru tölur fyrir aðra mánuði ársins uppfærðar mánaðarlega.

Talnaefni á vef Hagstofunnar