Fara í efni

Gistinóttum á hótelum fjölgaði um 5,5%

Gistinætur feb 06
Gistinætur feb 06

Hagstofan hefur birt tölur um gistinætur á hótelum í febrúar síðastliðnum. Gistinætur voru þá 56.000 talsins en voru 53.000 í sama mánuði árið 2005, sem er 5,5% aukning.

Gistinóttum fjölgaði hlutfallslega mest á Suðurnesjum, Vesturlandi og Vestfjörðum þar sem gistinætur fóru úr 3.300 í 5.600 milli ára (68%).  Á Austurlandi fjölgaði gistinóttum um 200, úr 1.000 í 1.200 (21%).   Á höfuðborgarsvæðinu nam aukningin 1,5%, en gistináttafjöldinn fór úr 41.200 í 41.800.  Aukningin á Suðurlandi var sú sama, 1,5% en þar fóru gistinæturnar úr 4.500 í 4.600 milli ára.  Norðurland var eina landsvæðið þar sem samdráttur átti sér stað, en gistinóttum fækkaði þar um 6,4%, úr 3.100 í 2.900.

Fjölgun gistinátta á hótelum í febrúar árið 2006 var bæði vegna Íslendinga (13,6%) og útlendinga (2%). 

Fyrstu tvo mánuði ársins nemur fjölgun gistinátta frá fyrra ári 8,5%, en gistináttafjöldinn fór úr 89.000 í 97.000 milli ára.  Fjölgun gistinátta átti sér stað á öllum landsvæðum nema Suðurlandi.

Hagstofan vekur athygli á því að hér er átt við gistinætur á hótelum eingöngu, þ.e. hótelum sem opin eru allt árið. Í þessum flokki gististaða teljast hvorki gistiheimili né hótel sem eingöngu eru opin yfir sumartímann.  Tölur fyrir 2005 og 2006 eru bráðabirgðatölur.