Fara í efni

Gistinætur á hótelum skipt eftir þjóðerni

Hotelherbergi
Hotelherbergi

Eins og fram hefur komið birti Hagstofan í liðinni viku tölur um fjölda gistinátta á hótelum á árinu 2006. Fróðlegt er að skoða hvernig þær skiptast eftir þjóðerni gesta.

Líkt og talningar Ferðamálastofu á ferðamönnum sem fara um Leifsstöð hafa sýnt þá varð mikil aukning í komum Breta hingað til lands í fyrra og þess sér einnig stað í gistinóttum. Gistinætur Breta voru rúmlega 174 þúsund talsins á árinu 2006 og fjölgaði um 25%. Næstflestar voru gistinætur Bandaríkjamanna, tæplega 114 þúsund. Þá koma Þjóðverjar með tæplega 110 þúsund gistinætur og þótt Þjóðverjum fjölgi lítið hlutfallslega er góð fjölgun frá öðrum löndum í Mið-Evrópu. Aðrar stórar þjóðir í þessari talningu eru nágrannar okkar á hinum Norðurlöndunum og þar má sjá góða fjölgun frá Danmörku og Noregi. Utan Evrópu og Bandaríkjanna eru það gistinætur Kínverja og Japana sem taldar eru sérstaklega og má sjá að gistinóttum Kínverja fjölgar verulega á meðan gistinætur Japana standa í stað. Á árinu 2006 í heild fjölgaði gistinóttum á hótelum um 13% frá fyrra ári, fóru úr 1.035.100 í 1.168.900 milli ára.

Hagstofan vekur athygli á því að tölurnar taka eingöngu til hótela sem opin eru allt árið. Til þessa flokks gististaða teljast hvorki gistiheimili né hótel sem eingöngu eru opin yfir sumartímann. Í töflunni hér að neðan má sjá nánari skiptingu eftir þjóðerni.

Hótel: Gistinætur
2001-2006     

 

 

 

 

 

 

 

 

 

2001

2002

2003

2004

2005

2006

Breyting
05-06

%

Alls

771.717

802.351

889.386

968.904

1.035.085

1.168.864

133.779

12,9%

Íslendingar

147.714

159.111

172.970

193.242

217.585

248.088

30.503

14,0%

Útlendingar

624.003

643.240

716.416

775.662

817.500

920.776

103.276

12,6%

Danmörk

36.891

45.236

46.367

53.730

57.984

65.715

7.731

13,3%

Svíþjóð

51.206

51.632

54.300

60.698

71.364

62.950

-8.414

-11,8%

Noregur

46.109

48.069

54.698

57.362

54.958

60.233

5.275

9,6%

Finnland

13.742

15.895

14.743

15.579

19.979

20.600

621

3,1%

Bretland

117.123

116.453

130.293

140.365

139.215

174.105

34.890

25,1%

Írland

4.439

3.446

4.698

4.859

4.777

5.432

655

13,7%

Þýskaland

93.916

91.086

104.224

112.586

109.356

109.861

505

0,5%