Gefum íslenska gjöf, gefum Íslandi gjöf!

Gefum íslenska gjöf, gefum Íslandi gjöf!
Nordurljos - gif

Ýmis ferðaþjónustufyrirtæki eru meðal fyrirtækja um land allt sem taka þátt í átaki um kynningu og sölu gjafavöru og góðrar þjónustu. Önnur fyrirtæki eru meðal annars að bjóða matvæli, hlýjan fatnað, vandaða muni, bað- og heilsumeðferðir, svo fátt eitt sé nefnt.

Átakið er kynnt á vefnum www.nattura.info. Þar segir meðal annars. "Með því að gefa ástvinum og vandamönnum trygga ávísun á sérstæða upplifun og innlendan kost, þá er ekki einungis verið að gefa góða íslenska jólagjöf, heldur jafnframt verið að gefa Íslandi sjálfu gjöf; Að gefa fjölbreytilegum sprotavexti áburð er að stuðla að þeirri sjálfbæru þróun efnahags- og atvinnuuppbyggingar landsins sem nú er aðkallandi."


Athugasemdir