Fara í efni

Fyrsta flug á vegum WOW air

wow air
wow air

Í dag var fyrsta flug á vegum WOW air og var ferðinni heitið til Parísar. Næstkomandi sunnudag, 3. júní, mun formlegt áætlunarflug hefjast til 13 áfangastaða í Evrópu.

WOW air hefur yfir að ráða tveimur 168 sæta Airbus A320-flugvélum. Vélarnar eru leigðar frá félaginu Avion Express og eru merktar WOW Force One og WOW Force Two. Í dag starfa um 80 manns hjá félaginu en ráðningar á fleiri standa nú yfir. Félagið starfrækir einnig ferðaskrifstofuna WOW ferðir sem sérhæfir sig í ferðum á helstu áfangastaði móðurfélagsins.

Vefur WOW air