Fara í efni

Fyrirspurnir berast víða að

Geysir2
Geysir2

Mikilvægur þáttur í því að halda úti vefsíðum er svörun fyrirspurna og verulega hefur færst í vöxt að fólk nýti sér þennan samskiptamöguleika til að fá upplýsingar um land og þjóð.

Fyrirspurnir sem koma af landkynningarvef Ferðamálaráðs Íslands, og af vef skrifstofu Ferðamálaráðs í New York, koma á eitt og sama netfangið og er svarað á skrifstofu Ferðamálaráðs á Akureyri. Á árinu 2003 voru þessar fyrirspurnir tæplega 6.400 talsins. Þetta segir þó aðeins hálfa söguna því þessu til viðbótar eru fyrirspurnir sem berast af öðrum vefsíðum, svo sem goscandinavia.comicelandnaturally.com og icetourist.de, sem allir tengjast Ferðamáaráði Íslands.

Fyrirspurnir frá 100 þjóðlöndum
Í meirihluta tilfella er hægt að sjá frá hvaða landi tölvupóstsendingarnar koma og er þannig hægt að greina fyrirspurnir til Ferðamálaráðs Íslands frá um 100 þjóðlöndum á árinu 2003. Vart þarf að koma á óvart að flestar fyrirspurnir eru að koma frá stærstu markaðsssvæðum Íslands í ferðamennsku, þ.e. Bretlandi, Bandaríkjunum, ríkjum Mið-Evrópu og Skandinavíu. Þá er fróðlegt að sjá hversu víða að fyrirspurnir koma og má í því sambandi nefna fjarlæg ríki eins og Channel-eyjar, Bermuda, Tjedjeníu, Uganda, Uspekistan og Zimbabwe. Svo nokkur dæmi séu tekin.