Fara í efni

Fundaröð Ferðamálaráðs og Ferðamálasamtaka Íslands fram haldið

Í lok sumars hófst fundaröð sem Ferðamálaráð og Ferðamálasamtök Íslands efndu til í sameiningu. Fundað verður með heimamönnum um allt land og var búið að bera niður á Vestfjörðum, á Vesturlandi og Norðurlandi vestra. Nú hefur þessari fundaröð verið fram haldið og næsti fundur hefur verið auglýstur 17. febrúar nk. kl.20:00 í Halldórskaffi, Brydebúð í Vík.

Til fundanna eru m.a. verið boðaðar stjórnir ferðamálasamtakanna á hverju svæði, ferða- og atvinnumálafulltrúar, sveitarstjórnarmenn og rekstraraðilar í greininni. Fundirnir hafa undantekningarlaust verið vel sóttir og líflegar umræður skapast. Þarna hefur verið komið inn á alla helstu þætti sem snúa að málaflokknum, svo sem markaðsmál erlendis sem innan lands, rekstrarumhverfi greinarinnar, samgöngur, fjármögnun, gæði og öryggi, þróun upplýsingamiðstöðva, verkefni og verksvið Ferðamálaráðs o.fl.