Fara í efni

Fræðslufundur um ímynd og vörumerki

Ársæll klasafundur
Ársæll klasafundur

Síðastliðinn föstudag var haldinn á Hótel KEA á Akureyri fræðslufundur um mótun ímyndar og vörumerki. Um var að ræða lið í svokölluðu klasaverkefni sem tengist byggðaáætlun fyrir Eyjafjörð og voru það matvæla- og ferðaþjónustuklasar sem boðuðu til fundarins.

Meðal fyrirlesara var Ársæll Harðarson, forstöðumaður markaðssviðs Ferðamálaráðs, sem fjallaði um ímynd Íslands. Aðrir sem fluttu erindi voru Laufey Haraldsdóttir, kennari og sérfræðingur hjá ferðamáladeild Hólaskóla, sem fjallaði um verkefnið ?Matarkistan Skagafjörður? og þau Kristinn Tryggvi Gunnarsson og Sue Mizera sem fjölluðu um ýmsa þætti sem tengjast ímynd og vörumerkjum.

Nánar á klasar.is

Á myndinni er Ársæll Harðarson í ræðustóli.
Mynd: Ferðamálaráð/HA