Fara í efni

Fótboltaferðir ehf. hætta starfsemi og ferðaskrifstofuleyfi fellt niður

Fótboltaferðir ehf. hætta starfsemi og ferðaskrifstofuleyfi fellt niður

Ferðaskrifstofan Fótboltaferðir ehf. hefur skilað inn ferðaskrifstofuleyfi sínu og er hætt starfsemi. Þeir sem telja sig eiga kröfu í tryggingarfé ferðaskrifstofu vegna kaupa á pakkaferð með ferðaskrifstofunni geta gert kröfu um endurgreiðslu í tryggingarfé hennar.

Tryggingin tryggir aðeins endurgreiðslu sé um pakkaferð ræða en ekki ef keypt er stök ferðatengd þjónusta s.s. stakur flugmiði, stök hótelgisting eða stakur miði á fótboltaleik. Í slíkum tilfellum verður kröfuhafi að beina kröfum að fyrirtækinu eða athuga rétt sinn hjá kortafyrirtækinu sínu hafi þjónustan verið greidd með greiðslukorti.

Að lýsa kröfum vegna endurgreiðslu

  • Frestur til að setja fram kröfu í tryggingafé er 27. október næstkomandi.
  • Krafa í tryggingarfé er send inn í gegnum þjónustugátt á vef Ferðamálastofu Skrá þarf sig inn með íslykli eða rafrænum skilríkjum.
  • Með kröfunni þarf að senda gögn sem sýna fram á kaup pakkaferðar þ.e.a.s. kvittanir fyrir greiðslu, farseðla, pakkaferðasamninginn eða hvers kyns ferðagögn. Kröfur sem ekki eru studdar fylgigögnum verða ekki teknar til greina. Telji Ferðamálastofa að frekari gagna sé þörf þá verður haft samband við kröfuhafa.
  • Fyrst þegar kröfulýsingarfresturinn er liðinn er hægt að taka afstöðu til allra krafna.
  • Öllum kröfuhöfum er svarað formlega þegar tekin hefur verið afstaða til framkominna krafna.
  • Ákvarðanir Ferðamálastofu lúta ákvæðum stjórnsýslulaga nr. 37/1993.
  • Frekari upplýsingar má finna á vef Ferðamálastofu, www.ferdamalastofa.is. Einnig er hægt að senda fyrirspurnir á netspjall stofnunarinnar og á krofur@ferdamalastofa.is.