Fara í efni

Fjölmiðlamiðstöð vegna jarðhræringa á Reykjanesi

Yfirlitsmynd af GrindavíkÁ morgun verður opnuð miðstöð fyrir fjölmiðlafólk sem er að fjalla um jarðhræringarnar í og við Grindavík. Með þessu er verið að bregðast við miklum áhuga erlendra fjölmiðla á að fjalla um atburðina, skapa þeim vinnuaðstöðu og tryggja gott upplýsingaflæði.

Miðstöðin er fyrst og fremst ætluð erlendu fjölmiðlafólki en innlent fjölmiðlafólk er einnig velkomið. Ferðamálastofa í samvinnu við Íslandsstofu, SafeTravel og Almannavarnir mun sjá um rekstur og umsjón miðstöðvarinnar.

Miðstöðin er staðsett á Hringhellu 9A, 2. hæð, 221 Hafnarfirði, opnar kl. 12:00, sunnudaginn 19. nóvember. Hún verður síðan opin kl. 8-16 alla daga.

Í miðstöðinni verður vinnuaðstaða fyrir fjölmiðlafólk og viðvera starfsfólks frá Ferðamálastou og Íslandsstofu til að veita upplýingar. Stefnt er á að sérfræðingar eða fulltrúar á vegum stjórnvalda verði með viðveru í miðstöðinni í um klukkustund á hverjum degi til að svara spurningum, en nánari upplýsingar um það verða gefnar út síðar.