Fara í efni

Fjölmennur aðalfundur SAF

Vefur SAF
Vefur SAF

Jón Karl Ólafsson var endurkjörinn formaður Samtaka ferðaþjónustunnar á fjölsóttum aðalfundi samtakanna í gær. Á fundinum var m.a. ný heimasíða samtakanna opnuð.

Fundurinn hófst með erindi Jóns Karls Ólafssonar en að því loknu var komið að ávarpi Sturlu Böðvarssonar samgönguráðherra. Kom ráðherra víða við í erindi sínu og fjallaði m.a. um nýútkomna skýrslu Hagfræðistofnunar um áhrif raungengis á ferðaþjónustu.

Hvað selur Ísland?
Meginþema fundarins var spurningin ?Hvað selur Ísland??. Framsöguerindi fluttu Hermann Haraldsson, framkvæmdastjóri OMD Nordic, Danmörku og Pétur Óskarsson framkvæmdastjóri VIATOR. Þeim fylgdi pallborðsumræður, en þátttakendur í pallborði voru Ingjaldur Hannibalsson, prófessor og stjórnarformaður Ferðamálaseturs, Halla Tómasdóttir, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs; Svanhildur Konráðsdóttir, forstöðumaður Höfuðborgarstofu og Friðrik Pálsson framkvæmdastjóri Oddhóls ferðaþjónustu. Að loknum pallorðsumræðum opnaði Sturla Böðvarsson samgönguráðherra nýja heimasíðu SAF og Erna Hauksdóttir framkvæmdastjóri SAF, og María Guðmundsdóttir upplýsinga-og fræðslufulltrúi SAF fóru yfir helstu nýjungar á heimasíðunni.

Ný stjórn
Ný stjórn SAF var kosin á fundinum. Jón Karl Ólafsson var sem fyrr segir endurkjörin formaður en aðrir í stjórn eru Anna K. Sverrisdóttir, Bláa lónið; Gunnar Guðmundsson, Guðmundur Jónasson ehf; Sævar Skaptason, Ferðaþjónustu bænda; Ólafur Torfason, Reykjavíkurhótel; Lára  B. Pétursdóttir, Congress Reykjavík og Steingrímur Birgisson, Höldur - Bílaleiga Akureyrar. Eru Sævar og Lára ný í stjórninni og koma í stað Hrannar Greipsdóttur,  Radisson SAS og Stefáns Eyjólfssonar, Íslandsferðum. Erindi frá aðalfundinum munu verða aðgengileg á heimasíðu SAF í dag.

Á meðfylgjandi mynd má sjá forsíðu nýrrar heimasíðu SAF - sem eins og áður er á slóðinni www.saf.is