Fara í efni

Fjölmennasti júnímánuður frá upphafi

Talningar jun 2011
Talningar jun 2011

Samkvæmt talningum Ferðamálastofu fóru 65.606 erlendir ferðamenn frá landinu um Leifsstöð í júní síðastliðnum eða ríflega 11 þúsund fleiri en í sama mánuði á síðasta ári. Aukningin nemur 20,6% milli ára og hafa ferðamenn aldrei verið fleiri í júnímánuði.

Ef litið er til einstakra markaðssvæða má sjá 50,4% aukningu frá N-Ameríku, 17% aukningu frá Norðurlöndunum, 15,7% frá Mið- og Suður Evrópu, 7,6% frá Bretlandi og 12% frá löndum innan og utan Evrópu sem eru flokkuð saman undir ,,Annað”.

Bandaríkjamenn og Þjóðverjar langfjölmennastir
Af einstaka þjóðernum voru flestir ferðamenn í júní frá Bandaríkjunum (17,7%) og Þýskalandi (14,6%) en þar á eftir fylgdu ferðamenn frá Noregi (8,1%), Danmörku (6,9%), Bretlandi (6,6%), Svíþjóð (6,1%) og Frakklandi (6,0%). Samanlagt voru þessar sjö þjóðir tæplega tveir þriðju ferðamanna í júní.

Ferðamenn frá áramótum
Alls hafa 206.886 erlendir ferðamenn farið frá landinu það sem af er ári eða 35.636 fleiri en á sama tímabili í fyrra. Aukningin milli ára nemur 20,8%. Aukning hefur verið frá öllum mörkuðum, langmest þó frá N-Ameríku eða 47,8%. Þar næst kemur Mið- og Suður Evrópa með 22,2% aukningu og Norðurlöndin með 20,4% aukningu. Aukningin frá Bretlandi er heldur minni eða tæp 8% og um 11% frá öðrum svæðum.

Brottfarir Íslendinga
Brottförum Íslendinga fjölgaði um fimmtung í júní frá því í fyrra, voru 37.438 í ár en 30.736 í fyrra. Brottförum Íslendinga frá áramótum hefur að sama skapi fjölgað um ríflega fimmtung (22,7%) í samanburði við sama tímabil árið 2010.

Tveir stærstu ferðamánuðirnir framundan
Ef fram heldur sem horfir má búast við metfjölda erlendra ferðamanna í sumar. Framundan eru tveir stærstu ferðamannamánuðir ársins, júlí og ágúst en þá mánuði kemur að jafnaði ríflega þriðjungur ferðamanna á ársgrunni til landsins um Keflavíkurflugvöll. Miklar væntingar eru til sumarsins enda hefur aldrei verið eins mikið framboð af flugsætum til landsins og eftirspurn eftir Íslandsferðum.

<
Júní eftir þjóðernum Janúar - júní eftir þjóðernum
      Breyting milli ára       Breyting milli ára
  2010 2011 Fjöldi (%)   2010 2011 Fjöldi (%)
Bandaríkin 7.257 11.580 4.323 59,6   Bandaríkin 20.142 29.534 9.392 46,6
Bretland 4.051 4.360 309 7,6   Bretland 29.446 31.735 2.289 7,8
Danmörk 4.259 4.532 273 6,4   Danmörk 13.995 16.448 2.453 17,5
Finnland 1.459 1.467 8 0,5   Finnland 4.300 4.662 362 8,4
Frakkland 3.365 3.946 581 17,3   Frakkland 9.247 11.820 2.573 27,8
Holland 1.857 2.178 321 17,3   Holland 6.841 8.191 1.350 19,7
Ítalía 925 1.251 326 35,2   Ítalía 2.130 2.746 616 28,9
Japan 335 590 255 76,1   Japan 2.990 3.214 224 7,5
Kanada 2.111 2.513 402 19,0   Kanada 3.970 6.113 2.143 54,0
Kína 800 1.389 589 73,6   Kína 1.826 3.099 1.273 69,7
Noregur 4.276 5.294 1.018 23,8   Noregur 15.084 18.456 3.372 22,4
Pólland 2.317 2.136 -181 -7,8   Pólland 5.279 5.884 605 11,5
Rússland 129 254 125 96,9   Rússland