Fara í efni

Fjölmargar umsóknir um styrki til úrbóta á ferðamannastöðum

Um 240 umsóknir bárust um styrki til úrbóta á ferðamannastöðum að þessu sinni. Auglýst var eftir umsóknum um miðjan nóvember sl. og rann umsóknarfrestur út síðastliðinn föstudag. Þegar er byrjað að flokka og vinna úr umsóknum en ráðgert er að tilkynna um afgreiðslu í síðari hluta febrúar.