Fara í efni

Fjölgun gistinátta á hótelum á síðasta ári meiri en samanlögð fjölgun áranna 1999-2002

Nokkuð hefur verið rætt um aukningu í umfangi í ferðaþjónustu á árinu 2003. Hagstofan hefur sent frá sér að gistinóttum á hótelum hafi fjölgað um 10% á síðasta ári miðað við árið 2002. Þessi fjölgun samsvarar um 80.000 gistinóttum. Til samanburðar var rúmlega 70.000 gistinátta aukning á árunum 1999-2002. "Sú staðreynd að fjölgun gistinátta í þessari tegund gistingar varð á öllum landsvæðum hlýtur að vekja vonir um að með þessu aukna umfangi á síðasta ári hafi skapast forsendur til betri afkomu", segir Magnús Oddsson, ferðamálastjóri.