Fjölgun farþega 3,5% á fyrsta ársfjórðungi

Fjölgun farþega 3,5% á fyrsta ársfjórðungi
Flugstöð

Tæplega 125 þúsund farþegar fóru um Keflavíkurflugvöll í marsmánuði síðastliðnum, samkvæmt tölum frá flugvellinum. Frá áramótum, það er á fyrsta ársfjórðungi, nemur fjölgun farþega 3,5% á milli ára. Að "transit-farþegum" slepptum er fjölgunin um 8,3%.

Farþegar á leið frá landinu voru 50.700 í mars síðastliðnum, fjölgaði um 1,5% á milli ára. Á leið til landsins voru 53.600 farþegar og fjölgaði þeim um 1% miðað við mars í fyrra. Áfram- og skiptifarþegum fækkar hins vegar á milli ára. Frá áramótum hafa 267.700 farþegar farið um völlinn á leið til og frá landinu sem er sem fyrr segir 8,3% fjölgun á milli ára.

Nánari skiptingu má sjá í meðfylgjandi töflu.

Mars.06. YTD Mars.05. YTD Mán. % breyting YTD % Breyting
Héðan: 50.728 134.868 49.988 125.282 1,48% 7,65%
Hingað: 53.592 132.872 53.071 122.018 0,98% 8,90%
Áfram: 1.028 12.331 1.645 5.806 -37,51% 112,38%
Skipti. 15.668 30.064 20.230 46.582 -22,55% -35,46%
121.016 310.135 124.934 299.688 -3,14% 3,49%

 


Athugasemdir