Fara í efni

Ferðaútgáfa Heims komin á Netið

AroundIceland
AroundIceland

Ferðaútgáfa Heims er nú komin á Netið. Um er að ræða Íslandsbækurnar, Á ferð um Ísland, Around Iceland, Rund um Island, Reykjavík this month, South Iceland, East Iceland og Undur Vestfjarða. Fleiri útgáfur eru væntanlegar á næstu vikum.

Mikil eftirspurn er eftir bókunum erlendis frá bæði af þeirra hálfu sem eru að kynna landið og eins þeirra sem væntanlegir eru til landsins. Dreifing kynningarefnis hefur aðallega miðast við innanlandsmarkað og er því mikill fengur í netútgáfunni fyrir ofangreinda aðila auk þess sem markhópur auglýsenda stækkar verulega.

Hægt er að prenta út skjölin af netinu og þar með velja t.d. ákveðin landssvæði eða upplýsingar. Smellið hér til að skoða vefútgáfu Heims.